27. mar. 2014 : Söfnuðu á góðgerðardegi

Á dögunum var svo kallaður góðgerðardagur í Menntaskólanum á Akureyri  og stóðu nemendur af því tilefni fyrir ýmsum  viðburðum

7. mar. 2014 : Öskudagurinn 2014

Öskudagur var að venju haldinn hátíðlegur hjá börnum á akureyri.   Nokkrir skrautlegir hópar  heimsóttu Rauða krossinn  með söng og gleði og þáðu að launum svolítið gott í poka.  Sjá má myndir af nokkrum hópum hér.


 

3. mar. 2014 : Börnin á Álfaborg safna fyrir hjálparstarf á Filippseyjum

Á dögunum stóðu börnin á leikskólanum Álfaborg fyrir sýningu á myndum og munum sem þau höfðu unnið í starfi sínu á leikskólanum.   Verkin voru öll til sölu fyrir gesti sýningarinnar og létu börnin ágóðann, 29.593 krónur, renna til hjálparstarfs Rauða krossins.   Sérstaklega var tiltekið að  hjálpa ætti börnum á Filippseyjum.   Hafsteinn Jakobsson, starfsmaður Rauða krossins heimsótti leikskólann og á meðfylgjandi mynd má sjá hvar börnin afhenda honum söfnunarféð.  
Við sama tækifæri afhenti Jón Hrói Finnson, sveitarstjóri  fjárframlag frá Svalbarðsstrandarhreppi, en sveitastjórnin vildi með því styðja við þetta frábæra framtak barnanna.  
Þess  má annars geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem börnin á Álfaborg láta gott af sér leiða með þessum hætti því árið 2010 þá söfnuðu þau með sambærilegum hætti fyrir bágstadda á Haiti.