Maxresdefault

18. jún. 2015 : Hárkompan með Rauða kross dag.

Starfsfólk Hárkompunnar, hársnyrtistofu á Akureyri, styrktu starf Rauða krossins með því að halda svo kallaðan Rauða kross dag 18. júní sl. Þann dag klipptu þau viðskiptavinu og létu allan ágóða dagsins renna til Rauða krossin við Eyjafjörð. 

_SOS8880

29. maí 2015 : Vorfagnaður Eyjafjarðardeildar 2015

Vorfagnaður Rauða krossins við Eyjafjörð var haldinn í gær þann 28. maí. Mætingin var feikna góð og var mikil stemming en alls mættu um 60 sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu.

IMG_5823--2-

11. maí 2015 : Nýr rekstrarsamningur Lautar

Á dögunum skrifuðu fulltrúar Rauða krossins í Eyjafirði og Geðvernarfélags Akureyrar undir nýjan rekstrarsamning við Akureyrarbæ vegna starfsemi Lautarinnar

B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

6. maí 2015 : Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir Nepal

Rauði kross­inn við Eyjafjörð ákvað í síðustu viku að leggja 300.000 krónur til hjálp­ar­starfs­ins í Nepal

4. maí 2015 : Kvenfélagið Baldursbrá aðstoðar Rauða krossinn

Kvenfélagið Baldursbrá hefur í vetur lagt Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu  „Föt sem framlag „.

 

22. apr. 2015 : Börn og umhverfi 2015 Akureyri

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur námskeiðið Börn og umhverfi ætlað ungmennum fædd á árinu 2003 og eldri.

IMG_5823--2-

18. mar. 2015 : Norðlenska styrkir Laut

Norðlenska ehf. tók í desember sl.  þátt í verkefninu Geðveik jól á vegum RUV.  Verkefninu  er ætlað  að minna á mikilvægi geðheilsu á vinnustöðum

9. mar. 2015 : Skyndihjálparnámskeið 4 klst - Dalvík

Skyndihjálparnámskeið á Dalvík 23.3.2015

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur námskeið í almennri skyndihjálp mánudaginn 23. mars kl. 18 - 22 í Dalvíkurskóla (gengið inn um aðalinngang).

Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 14 ára eða eldri 

Þar læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Þátttökugjald er 7500 krónur. Skráning og greiðsla á greiðslusíðu Valitor

Nánari upplýsingar í síma 461 2374 og [email protected].

19. feb. 2015 : Öskudagur 2015

13. feb. 2015 : Viðurkenning fyrir að sýna eftirtektaverða færni í skyndihjálp

Sérstakar viðurkenningar voru veittar á 112 daginn af Rauða krossinum á Íslandi fyrir utan val á skyndihjálparmanni ársins.

Ein þessara viðurkenninga fór til þriggja barna föðurs á Akureyri, Símons Þórs Símonarsonar en hann sýndi eftirtektarverða færni í skyndihjálp á árinu 2014 þegar dóttir hans sýktist af E-Coli bakteríu sem olli nýrnabilun og rauðu blóðkornin sprungu.

Þann 11. mars 2014 var Símon staddur á heimili sínu á Akureyri þegar 2 og hálfs árs dóttir hans sem hafði verið veik af því er talið var ælupest, fékk skyndilega flog og hætti að anda. Símon hljóp með stúlkuna út í ferskt loft og fór síðan með hana inn þar sem hann hóf endurlífgun á meðan móðir hennar hringdi eftir aðstoð. Stúlkan tók við sér og fór að anda áður en sjúkrabíll og læknir komu á staðinn. Í kjölfarið var hún send suður með sjúkraflugi þar sem við tóku 11 daga á gjörgæslu í öndunarvél þar sem henni var vart hugað líf. Stúlkan er nú við ágæta heilsu og gengur vel að ná fyrri styrk. Símon sýndi sannarlega góð og rétt viðbrögð á ögurstundu en hann hafði lært skyndihjálp í fyrra starfi sínu sem sjómaður.

Rauði krossinn á Akureyri  veitti viðurkenninguna þann 11. febrúar s.l. ásamt skyndihjálpartösku, ávísun á skyndihjálparnámskeið Rauða krossins og blómvönd. Það voru þeir Sigurður Ólafsson, formaður deildarinnar og Hafsteinn Jakobsson framkvæmdarstjóri Eyjafjarðardeildar sem afhentu viðurkenninguna.

Á myndinni má sjá Símon ásamt fjölskyldu sinni.

5. feb. 2015 : Starfsmaður óskast í Laut athvarf

 

Athvarfið Laut á Akureyri óskar eftir að ráða starfsmann í 60% stöðu. Um er að ræða tímabundna stöðu í 6 mánuði.

Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið í nafni Rauða krossins í samvinnu við Akureyrarbæ og Geðverndarfélag Akureyrar. Markmið með rekstri Lautar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Lögð er sérstök áhersla á að skapa aflappað og heimilislegt andrúmsloft þar sem gestir geta komið á eigin forsendum og notið þeirrar þjónustu sem þar er í boði.

Opnunartími Lautar er alla virka daga:  09:30 – 15:45. Mikilvægt er að starfsmaður sé sveigjanlegur og geti unnið eftir samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Félagsleg samvera (spjallað, farið í gönguferðir o.s.frv.).
  • Vera gestum til leiðbeiningar og hvatningar til að auka lífsgæði sín með einum eða öðrum hætti.
  • Vera virkur þátttakandi í öllu starfi athvarfsins .
  • Taka þátt í þróun nýrra verkefna innan athvarfsins í samvinnu við verkefnastjórn, starfsmenn og rekstraraðila þess.
  • Sinna öðrum tilfallandi  störfum í athvarfinu sem forstöðumaður og/eða verkefnastjórn kann að fela starfsmanni.

 

 

Menntunar/Hæfniskröfur:

  • Leitað er eftir starfsmanni sem hefur áhuga á að starfa með einstaklingum með geðraskanir og hefur sýnt lipurð og þekkingu í fyrri störfum.
  • Ekki er krafist sérstakrar menntunar en reynsla af starfi með einstaklingum með geðraskanir er kostur.
  • Áhersla er lögð á gagnkvæma virðingu, stundvísi og heiðarleika.
  • Umsækjandi þarf að búa yfir sveigjanleika og vilja til þróunar í starfi.

 

Frekari upplýsingar um starfið veitir forstöðukona Lautar, Helga Einarsdóttir í síma 462 – 6632 og [email protected]

Starfsumsóknir skulu berast til framkvæmdarstjóra Rauða krossins við Eyjafjörð, Hafsteins Jakobssonar á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar.

22. jan. 2015 : Flóamarkaður

Rauði Krossinn á Akureyri heldur flóamarkað föstudaginn 6. febrúar kl. 10:00 - 18:00 og laugardaginn 7. febrúar 10:00 - 16:00 í húsnæði sínu við Viðjulund 2.

Notaður fatnaður, leikföng, bækur og ýmis smávara. Hlökkum til að sjá ykkur

19. jan. 2015 : Skyndihjálparnámskeið 4 klst

4 tíma skyndihjálparnámskeið á Akureyri 18.02.2015

Rauði krossinn á Akureyri heldur námskeið í almennri skyndihjálp miðvikudaginn 18. febrúar kl. 18-22 í Rauðakrosshúsinu Viðjulundi 2.

Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 14 ára eða eldri 

Þar læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Þátttökugjald er 7500 krónur.

Nánari upplýsingar í síma 461 2374 og [email protected].

15. jan. 2015 : Góður lisauki við lestun gáms

Vöxtur í fatasöfnun hefur verið stöðugur undanfarin ár og er nú svo komið að lestaður er u.þ.b. einn gámur í hverjum mánuði á Akureyri hjá deildinni.  Undanfarið hafa ýmsir hópar komið til aðstoðar við að lesta fatagáma og má með sanni segja að margar hendur vinni létt verk.   Að  þessu sinni voru auk félaga úr Rauða krossinum, félagar úr Crossfit Akureyri,  Fenri og frá Steypusögun Norðurlands.

Það er gjarnan létt yfir hópnum og kappið aldrei langt undan. Þannig er í hvert skipti reynt að lesta gáminn á skemmri tíma heldur en  síðast og var það raunin í þetta sinn.  Verkið var klárað á u.þ.b. 30 mínútum.