Vildu að peningarnir færu til einhvers sem hefur ekki efni á mat og vatni

Guðnýju Þóru Þórðardóttur

9. ágú. 2011

Frænkurnar Heba Soualem, sjö ára og Sigrún Marta Jónsdóttir, 6 ára, söfnuðu 5.610 krónum með sölu á sínum eigin listaverkum með hjálp frá stóra bróðir Hebu, Zakaría Soualem. Þær afhentu Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands ágóða sölunnar.

Þegar þær voru spurðar hvernig þeim datt í hug að búa til listaverk og selja þau til styrktar góðu málefni, var svarið: „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt."

Þetta byrjaði með því að þær vildu eiga góða stund saman sem endaði með styrk til hjálpar bágstöddum sem eiga ekki mat og vatn. Rauði krossinn varð þá fyrir valinu og færir félagið þeim frænkum sínar bestu þakkir.

Þessi góðu börn eru bara þrjú af fjölmörgum íslenskum börnum sem safna peningum sem þau treysta Rauða krossinum fyrir að nota þar sem þörfin er brýn. Peningarnir renna í svokallaðan tombólusjóð sem er notaður til að hjálpa börnum úti í heimi sem eiga um sárt að binda.

Á þessari síðu er hægt að sjá þau börn sem hafa lagt leið sína til Rauða krossins á þessu ári með peninga sem þau hafa safnað með ýmsum hætti.