Verslunarfólk og leikhúsgestir söfnuðu jólapökkum

21. des. 2009

Nú fyrir jólin stóðu Miðbæjarsamtökin, samtök verslunarfólks í miðbæ Akureyrar, fyrir jólapakkasöfnun. Sömuleiðis var gestum hjá Leikfélagi Akureyrar boðið að setja pakka  undir jólatré sem sett hafði verið upp í leikhúsinu. Pökkunum sem safnast höfðu  var síðan komið til Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar sem voru með jólaúthlutun um nýliðna helgi. 
Á Glerártorgi var líka jólapakkasöfnun eins og undanfarin ár og  sá Mæðrastyrksnefnd einnig um að koma þeim pökkum til skila.
Sannarlega gott framtak þar og eru öllum sem að því komu með einum eða öðrum hætti færðar bestu þakkir fyrir.