Öskudagurinn á Akureyri

17. feb. 2010

Hann er líklega löngu hættur að hringja á dýralækninn bóndinn á Bjarnastöðum því að hann veit að þetta gengur yfir jafnhratt og það kom. En árlega taka beljurnar hans upp á því að baula mikið og verða hreinlega vitlausar. Líklega hlær hann bara að þessu líkt og allir gera á Öskudaginn og fær sér kannski kaffi þótt það sé víst ógeðslegt eitur. Auðvitað er hér verið að vitna til þess að börnin á Akureyri eru þennan dag út um allan bæ í klædd furðufötum  að syngja og safna sér nammi eða öðru góðgætis. Nokkrir hópar litu inn hjá okkur eins og meðfylgjandi myndir sýna.