Erindi Hlínar 2010

18. mar. 2010

Í tengslum við Aðalfund deildarinnar sem haldinn var nýverið flutti Hlín Baldvinsdóttir erindi um ferð sína til Haítí sem sendifulltrúi Rauða krossins.  Þar urðu eins og allir vita gríðarlegar náttúruhamfarir,  en engu að síður ar afar fróðlegt að fá að heyra lifandi frásögn af starfinu frá einhverjum sem var á staðnum. Lýsing á þeim aðstæðum sem hjálparlið gengur inn í og hvernig það tekst á við þau verkefni sem  þarf að vinna. Hlín var fyrst sendifulltrúa Rauða kross Íslands á staðinn og vann í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem metur þörf á aðstoð fyrstu vikur og mánuði eftir hamfarirnar.