Safnað fyrir Chile.

22. mar. 2010

Nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla ákváðu eftir jarðskálftana í Chile í lok febrúar sl. að hefja söfnun til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer fram.  Hugmyndin var að gefa krökkunum í skólanum tækifæri til að koma með klink að heiman og leggja í söfnunina.  Kynntu nemendur hugmynd sína í öllum bekkjum skólans og var hugmyndin einnig kynnt fyrir foreldrum skólabarna.  Söfnunarbaukar voru síðan settir upp  og gátu nemendur, starfsfólk og aðrir gefið klink í söfnunina.   Með þessu framtaki söfnuðu krakkarnir  rúmlega 30 þúsund krónum ( 30.002,- ) sem renna eins og áður segir til hjálparstarfsins í Chile.
Þetta er dæmi um verkefni sem hægt er að nota til ýmiskonar fræðslu í skólanum og ekki skemmir það fyrir að í bekk krakkana er ung stúlka  ættuð  frá Chile sem eflaust getur sagt þeim sitt og hvað frá landinu.