Safnað fyrir Chile

6. apr. 2010

Nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla á Akureyri ákváðu eftir jarðskálftana í Chile í lok febrúar að hefja söfnun til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer fram. Rauða krossinum var afhent söfnunarféð 30 þúsund krónur ( 30.002,-).

Hugmyndin var að gefa krökkunum í skólanum tækifæri til að koma með klink að heiman og leggja í söfnunina. Kynntu nemendur hugmynd sína í öllum bekkjum skólans og einnig fyrir foreldrum skólabarna. Söfnunarbaukar voru settir upp og gátu nemendur, starfsfólk og aðrir gefið klink í söfnunina.  

Þetta er dæmi um verkefni sem hægt er að nota til fræðslu í skólanum og ekki skemmir það fyrir að í bekk krakkanna er ung stúlka ættuð  frá Chile sem eflaust getur sagt þeim sitthvað frá landinu.