Handverksvörur frá Mósambík

6. apr. 2010

Rauða kross deildirnar á Norðurlandi, 12 að tölu, eru í samstarfi við deild  Mósamíska Rauða krossins í Mapútó. Deildirnar styðja við  ýmiskonar starfsemi deildarinnar þar, m.a. þjálfun sjálfboðaliða og ungmennastarf.  Einnig styða deildirnar við  barnaheimili  þar sem um 250 börn fá umhyggju og aðstoð, fæði og heilbrigðisþjónustu. 
Sjálfboðaliðar rauða krossdeildanna á Norðurlandi hafa innrammað og selt batikmyndir þar sem ágóðinn rennur til þessa verkefna. Einnig er nú til sölu ýmislegt handverk frá Mósambík  sem rennur til áðurnefndra verkefna.