Hundaheimsóknir byrjaðar á Hlíð.

23. apr. 2010

Heimsóknarvinum deildarinnar fjölgaði nýverið um þrjá þegar hundarnir Númi, Mosi og Krummi hófu heimsóknir sínar á Dvalarheimilið Hlíð.  Númi sem er blandaður íslenskur fjárhundur á þrettánda ári heimækir íbúa á Reyni- og Skógarhlíð.  Mosi sem er 6 ára Labrador heimsækir Aspar- og Beykihlíð og Krummi sem 5 ára Labrador heimsækir Víðihlíð. Allir hafa hundarnir verið teknir út og metnir hæfir til að sinna slíkum heimsóknum og hefur Dvalarheimilið fengið undanþágu hjá Heilbrigðiseftirlitinu fyrir heimsóknum þeirra.
Vonandi ganga heimsóknir þeirra félaga vel og hver veit nema það fjölgi í hópi hundaheimsóknavina og þeim stöðum sem vilja þyggja slíkar heimsóknir.
Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um verkefnið geta sett sig í samband við Rauða krossinn.