SKÓLADAGAR - söfnun á skóladóti

16. ágú. 2010

Nú eru skólarnir að byrja og flestir farnir að huga að því sem kaupa þarf eða útvega fyrir veturinn.  Næstu tvær vikurnar ætlum við að hafa SKÓLADAGA  hjá okkur og taka á móti skólatöskum, pennaveskjum og  góðum fötum, úlpum og skóm fyrir börn á aldrinum 6 – 16 ára.  Ef einhverjir eru að endunýja fyrir veturinn  eða eiga skóladótt í góðu ásigkomulagi sem þeir  vilja leyfa öðrum að njóta þá má gjarnan koma því til Rauða krossins.  Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374.