Forsetinn gengur til góðs

27. sep. 2010

Eins og alþjóð veit verður gengið til góðs næstkomandi laugardag 2. október. Hjá Akureyrardeildinni er undirbúningur í fullum gangi eins og annars staðar.  

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti  mun heimsækja Akureyri líkt og hann gerði árið 2006 þegar söfnunin fór fram.  Þá gekk hann til góðs á Glerártorgi, ásamt því sem hann kynnti sér starf Akureyrardeildar. Hann leit inn á fatamarkað deildarinnar þar sem hann hitti m.a. tvær ungar konur frá sunnanverðri Afríku. Þótti þeim stórmerkilegt að rekast á æðsta mann þjóðarinnar á förnum vegi og töldu að slíkt væri nær útilokað í flestum öðrum löndum. Að sjálfsögðu var tekin mynd af þeim  með forsetanum og þótti þeim mikill heiður af því.