Heimsókn frá Flúðum

4. nóv. 2010

Elstu börnin á leikskólanum Flúðum komu í heimsókn í Rauða krossin í morgun og eins og venjulega þá höfðu þau ýmislegt til málanna að leggja.  Þau fengu auðvitað að heyra af honum Henry sem “fattaði upp á” Rauða krossinum. Sá þótti þeim  nú með skrítið skegg, og voru alls ekki á því að það myndi klæða pabba vel, hvað þá mömmu. Hjálpfús, Rauða kross strákur lék auðvitað stórt hlutverk líka. Hann fræddi þau um grundvallarmarkmið Rauða krossins og svo var auðvitað lituð mynd af honum í öllum regnbogans litum. Sum höfðu komið til og jafnvel búið í útlöndum, sum farið í sjúkrabíl og sum voru vel að sér í flestu því sem bar á góma.   Fastlega má þó gera ráð fyrir því að það sem stendur upp úr frá þessari heimsókn er að þau fengu djús og kex !
Skemmtilegir krakkar og alltaf gaman að fá slíkar heimsóknir.