Þjóðadagur Þingeyinga á laugardaginn

26. nóv. 2010

Húsavíkurdeild Rauða krossins tekur þátt í Þjóðadegi Þingeyinga sem haldinn verður næstkomandi laugardag á Húsavík. Nokkrir Þingeyingar af erlendum uppruna munu kynna matarvenjur og siði, þar með talda jólasiði, frá löndum sínum.

Þjóðadagur í Þingeyjarsýslum var fyrst haldinn haustið 2008 á vegum deildarinnar og þótti hann takast frábærlega og óhætt að segja að  matarvenjur og siðir Þingeyinga eru í raun mun fjölbreyttari en ætla mætti við fyrstu sýn.

Hátíðin fer fram á milli 14 og 16 í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.