Saumavalið afhendir afrakstur vetrarins

7. feb. 2011

Nemendur í  saumavali í  grunnskólunum á Akureyri komu í dag og afhentu afrakstur af vinnu sinni á haustönn.  Saumavalið hefur verið sett þannig upp að nemendur vinna að hluta til að verkefni sem kallast “ Föt sem framlag “ og er Rauðakross verkefni og hins vegar að saumaskap sem þeir velja í samráði við kennara.  Þrjátíu og fimm nemendur eru í saumavalinu að þessu sinni og afraksturinn; teppi, buxur, bolir, húfur ofl. sem nýta má í Rauðakross verkefnið því þó nokkur. Segja má að áfanginn sé í senn kennsla í saumaskap og  samfélags- og lífsleiknifræðsla. Auk þess sem nemendur hafa getað valið sér flýkur og efni til að sauma upp úr í fataflokkun Rauða krossins  og  því verkenfið ágætlega umhverfisvænt.
Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið “ Föt sem framlag “  má benda á að sjálfboðaliðar  hittast á mánudags og þriðjudagsmorgnum í húsnæði Rauða krossins.