Skákmót í Laut - þriðjudag 22. mars

21. mar. 2011

Þriðjudaginn 22. mars kl.17:30 verður skákmót í Lautinni.  Von er á góðum gestum frá Húsavík og allir eru hjartanlega velkomnir.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og allir þátttakendur fá bókavinning. Skáksamband Íslands hefur gefið vinninga. Boðið verður upp á veitingar í hléi.  Fulltrúar Skákfélags Akureyrar og Skákfélags Vinjar sjá um mótið.

Skráning á staðnum en má gjarna hringja í 462-6632 og tilkynna þátttöku.