Hagsýni og hamingja - erindi Láru Ómarsdóttur

18. maí 2011

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur haldið erindi á vegum Rauða krossins undir yfirskriftinni „Hagsýni og hamingja”. Erindið hefur hún flutt á Akureyri, Selfossi og Austfjörðum. Lára sótti Akureyri heim í síðustu viku í boði Akureyrardeildar Rauða krossins og Vinnumálastofnunar.

Lára miðlar af eigin upplifun, en rétt upp úr aldamótum gekk hún og fjölskylda hennar í gegnum miklar þrengingar í kjölfar þess að eignast barn sem þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi á sama tíma og eiginmaðurinn missti vinnuna. Fjölskyldan tók í sameiningu á við að gjörbreyta lifnaðarháttum og vinna sig í gegnum erfiðleikana bæði tilfinningalega og fjárhagslega.

„Erindið var sett fram á líflegan og skemmtilegan hátt og greinilegt að fjölskyldan stendur sterkari eftir,“ segir Hafsteinn Jakobsson framkvæmdastjóri Akureyrardeildar. „Undirtektir áheyrenda voru góðar og fékk hún margar spurningar í lokin.“