Grillað í Laut

30. maí 2011

Síðasta laugardagsopnun þessa misseris í Laut var á  laugardaginn  og taka nú við sumarfrí hjá sjálfboðaliðum.  Af þessu tilefni var slegið upp grillveislu og gerðu sjálfboðaliðar og gestir Lautarinnar sér glaðan dag. 
Sjálfboðaliðahópurinn sem sinnir þessu verkefni hefur staðið vaktina alla laugardaga síðan í vetur og mun að óbreyttu taka upp þráðinn í byrjun september.
Grillveislan tókst annars með ágætum og  var ekki annað að heyra en fólk væri ánægt með framtakið og ekki síður með samstarfið við sjálfboðaliðanna í vetur.