Lautarfólk í fugalaskoðunarferð

8. jún. 2011

Eitt af því sem í boði hefur verið í Lautinni í vor er að fara í fuglaskoðunarferðir og hefur það mælst vel fyrir. Í gær var haldið að Djáknatjörn sem er á svæðinu við Krossanes og fylgst með úr fuglaskoðunarhúsi sem þar hefur verið komið fyrir. Það sem helst bar fyrir augu í gær voru ýmsar tegundir máfa, mófugla og anda auk þess sem Heiðagæs og Hrafn sýndu sig á svæðinu.  Það er gaman að fylgjast með  hve margar tegundir fugla lifa saman og gaman ef  nýjar tegundir sjást eða  jafnvel flækingar.  Ekki var þó neinar mörgæsir að sjá þó hitastig og veðurlag sé nær því að vera  eitthvað sem þekkist á þeirra heimaslóðum.
Hópurinn hefur í þessum ferðum notið leiðsagnar Harðar Ólafssonar  sem er um margt fróður og sérlegur áhugamaður um fugla.  
 

Sjá má myndir úr ferðinni