Markaður um helgina

21. jún. 2011

Um helgina verður haldinn markaður með notuð föt í húsnæði deidarinnar. Markaðurinn verður opinn  föstudag frá kl. 10 – 18 og  laugardag frá kl. 10 – 16.
Eins og venja er til þá verður öllum fatnaði sem tekinn hefur verið til hliðar undanfarna tvo til þrjá mánuði  stillt fram þannig að það verður úr miklu að moða. Ef veður verður skaplegt mun markaðurinn breiða úr sér eitthvað út fyrir húsveggina eins og hann á vanda til á góðum dögum. 

Til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita þá er fatamóttaka  og markaður, hjá deildinni, alla jafnan  opin virka daga frá kl. 9 – 16 en auk þess eru móttökugámar fyrir fatnað staðsettir við húsnæði deildarinnar.