Safnað fyrir Sómálíu

8. ágú. 2011

Hún Sjöfn Sigurðardóttir kom í heimsókn í dag og færði Rauða krossinum 15.100 krónur sem hún vildi að yrðu notaðar til að hjálpa börnunum í Sómalíu.  Aðspurð sagðist hún hafa safnað peningunum með því að búa til armbönd og selja.  Naut hún aðstoðar móður sinnar og systur því það er ágætt að hafa gott aðstoðarfólk þegar maður er bara fimm ára.  Þær stöllur voru  bæði í miðbænum á Akureyri og á Glerártorgi þar sem þær sátu  og föndruðu  og buðu gestum og gangandi  til kaups.