Minningarathöfn í Kjarnaskógi

18. apr. 2012

Næstkomandi  sunnudag   22. apríl kl. 11 verður minningarathöfn  í Kjarnaskógi ( nyrst á aðalstígnum, rétt fyrir neðan leiksvæðið ). Tilefnið er að þann dag eru 20 ár liðin síðan Jón Karlsson, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi var vegin störf í Afganistan. 

Jón  var einn af reyndustu sendifulltrúum Rauða krossins þegar hann var veginn við hjúkrunarstörf fyrir utan Kabúl í Afganistan árið 22. apríl 1992. Jón var alinn upp á Dvergsstöðum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1981. Að loknu námi starfaði Jón á Borgarspítalanum og síðar sem sendifulltrúi Rauða krossins í Tælandi, þrisvar sinnum í Afganistan, tvisvar í Pakistan og einu sinni í Súdan og Kenýa.

Athöfnin hefst sem fyrr segir kl. 11 og eru allir velkomnir.