Rauði krossinn kynnir starf sitt í Skagafirði

4. maí 2012

Skagafjarðardeild Rauða krossins kynnti deildina og verkefni hennar á Atvinnulífssýningunni „Skagafjörður - lífsins gæði og gleði,“ sem haldin var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þátt tóku um 200 sýnendur og 70 básar voru settir upp.

Skagafjarðardeildin fyllti einn básinn og sjálfboðaliðar kynntu meðal annars verkefni í heimsóknaþjónustu, skyndihjálp og prjónhópinn sem vinnur ötullega að því að fylla hvern ungbarnapakkann af öðrum. Ungbarnapakkarnir innihalda ákveðna hluti sem valdir eru eftir þarfagreiningu og fara til barna í neyð í Hvíta-Rússlandi.

Meðal sjálfboðaliða sem tóku þátt voru Elsa Stefánsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir sem eru á meðfylgjandi mynd.