Kvenfélög í Norður-Þingeyjarsýslu styðja Föt sem framlag

7. maí 2012

Þrjú kvenfélög í Norður-Þingeyjarsýslu, Kvenfélag Keldhverfinga, Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélagið Stjarnan á Kópaskeri, tóku sig til nú á vordögum og unnu  með Öxafjarðardeild Rauða krossins að verkefninu Föt sem framlag.

Konurnar prjónuðu meðal annars sokka, vettlinga, húfur og bleyjubuxur. Þá söfnuðu þær fötum, teppum og efnisafgöngum. Afrakstrinum var pakkað í alls 23 fatapakka. Fatnaður sem ekki náðist að pakka var merktur sérstaklega og sendur til Fatasöfnunar Rauða krossins þar sem fötin verða flokkuð og þau nýtt í sama verkefni.

Öxafjarðardeild Rauða krossins þakkar konunum kærlega fyrir framtakið og vonast til áframhaldandi samstarfs á komandi misserum.

Litskrúðugur afrakstur samstarfsins við kvenfélögin
Fulltrúar í kvenfélagi Keldhverfinga raða í fatapakkana
Hrefna María Magnúsdóttir, María Pálsdóttir, Jóna Bjarnadóttir, Katrín Eymundsdóttir, Guðríður Baldvinsdóttir, Ágústa Karldóttir og Helga Árnadóttir formaður Öxarfjarðardeildar