Fjöldahjálparstjórnarnámskeið á Akureyri

Guðný H. Björnsdóttir

14. des. 2004

Fjöldahjálparstjórnarnámskeið verður haldið á Akureyri eftir áramót, annað hvort seinni partinn í janúar eða í byrjun febrúar, endanleg dagsetning verður send út á næstunni. Athygli er vakin á því að þetta er eina námskeiðið sem haldið verður á Norðurlandi á komandi ári. Því er deildum sem eru með það á verkefnaáætlun hjá sér að fjölga fjöldahjálparstjórum, bent á  að nýta sér þetta námskeið. Þar  sem að fyrirhugað er að halda flugslysaæfingu á Akureyri í vor  er kjörið fyrir þá fjöldahjálparstjóra á svæðinu sem eru að missa réttindi sín  að nota tækifærið  og endurnýja þau og taka svo  þátt í æfingunni í vor.