Almennar fréttir frá svæðisfulltrúa

14. des. 2004

Það er mér mikil ánægja að segja frá því að Deildarnámskeið var haldið á Sauðárkróki þriðjudagskvöldið 2. nóv. sl. og sóttu það 14 manns, 3 frá Siglufirði, 1 frá Blönduósi, 1 frá Akureyri og 9 úr Skagafirði. Konráð Kristjánsson var leiðbeinandi og var mikil ánægja með námskeiðið.  Eins og kemur fram í starfsáætlun svæðisins fyrir komandi ár eru tvö námskeið á dagskrá  á næsta ári. Eru það tilmæli til samliggjandi deilda að þær taki sig saman og safni nægjanlegum fjölda þátttakenda til þess að hægt sé að halda  námskeið á þeirra svæði.
Skyndihjálpardagur var haldinn á Akureyri 13. nóvember, alls mættu tæplega 30 manns.  Ákveðið var að  útvíkka markhópinn að þessu sinni og bjóða til viðbótar skyndihjálparleiðbeinendum og áhugasömum Rauða kross félögum, leikskólakennurum og skólahjúkrunarfræðingum. Var greinilegt að viðfangsefnið höfðaði til leikskólakennara en þeir fjölmenntu á svæðið.  Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Guðný Bergvinsdóttir, Jón Knutsen og Jóhann Thoroddsen.
Nú líður að jólum og mun svæðisfulltrúi  taka út uppsafnað frí í kringum jólin. Ef þið náið ekki sambandi við mig er ykkur velkomið að hafa samband við landsskrifstofu í síma 570 4000.
Ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Þakka innilega samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýja árið verða ykkur gæfu- og gleðiríkt með öflugu Rauða kross starfi.
Hátíðarkveðjur til ykkar allra.

Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi RKÍ Norðurlandi
Austurgörðum II,
671 Kópasker.
Sími 465 2428.  Fax 465 2426.
Netfang:  gudnybj@redcross.is