Góðgerðarkaffi

22. maí 2012

Ólafsfjarðardeild ætlar að treysta á samstöðu og samhjálp bæjarbúa.

Laugardaginn 26. maí verður opið hús í Rauðakrosshúsinu við Aðalgötu 1 klukkan 15:00-18:00

Fatagámurinn verður staðsettur við húsið.

Á boðstólnum verður kaffi og vöfflur, selt á vægu verði og tekið við frjálsum framlögum.

Ágóðinn rennur allur í jólaaðstoð deildarinnar sem úthlutað er hér í bænum.

Lítið við og fáið ykkur kaffi og meðþví og kynnið ykkur starf deildarinnar.