Námskeið í heimsóknarþjónustu

Hafsteinn Jakobsson

10. jan. 2006

 

Heimsóknarvinir að störfum

Námskeið fyrir sjálfboðaliða í heimsóknarþjónustu verður haldið miðvikudaginn 18. janúar n.k.  Það er liður í því að hefja heimsóknarþjónustu á vegum Akureyrardeildar  en krafa er um að allir þeir sem sinna ætla þessu verkefni skuli hafa sótt slíkt námskeið. Á námskeiðinu er fræðst um Rauða krossinn, sjálfboðið starf, heimsóknarþjónustu og almenna félagsþjónustu. Námskeiðið sem haldið er í húsnæði deildarinnar hefst kl. 18:00 og eru áætluð námskeiðslok kl. 21:30. 
Heimsóknarþjónusta er verkefni sem margar deildir Rauða krossins um land allt sinna og er hugsað til þess að mæta þörfum þeirra sem af einhverjum ástæðum eru félagslega einangraðir eða þjást af einmannaleika. Í því fellst að sjálfboðaliðar fara í heimsókn að jafnaði einu sinni í viku, klukkutíma í senn, allt eftir samkomulagi beggja aðila. Bæði getur verið um að ræða heimsóknir á einkaheimili eða á stofnanir. Hægt er að skrá sig á námkeiðið á  skrifstofu deildarinnar í síma 461 2374 eða á akureyri@redcross.is. Nánari upplýsingar eru einnig veitar á sama stað.