Fjöldahjálparstjóranámskeið á Akureyri

Hafstein Jakobsson

20. jan. 2006

 

Fjöldahjálparstjórar að störfum á flugslysaæfingu 2005
Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið í húsnæði Akureyrardeildar Rauða krossins, Viðjulundi 2, dagana 27. - 28. janúar 2006.
Fjöldahjálparstjórar stýra starfi í fjöldahjálp og félagslegri aðstoð á neyðarstundu. Í því fellst að setja upp móttökustaði ( fjöldahjálparstöðvar ), skrá niður upplýsingar, og veita aðhlynningu þeim sem hana þurfa. Fjöldahjálparstjórar eru sjálfboðaliðar Rauða krossins og er námskeiðið opið öllum þeim áhuga hafa og vilja starfa með Rauða krossinum í þessum málaflokki.

Þátttöku á námskeiðinu þarf að tilkynna  til Guðnýjar Björnsdóttur svæðisfulltrúa í síma 465 2428 eða í tölvupósti gudnybj@redcross.is eða til skrifstofu Akureyrardeildar í síma 461 2374 akureyri@redcross.is