Námskeið í sálrænni skyndihjálp

Hafstein Jakbosson

23. jan. 2006

Námskeið í sálrænni skyndihjálp verður haldið í húsnæði Akureyrardeildar þriðjudaginn 7. febrúar n.k. kl. 19:30 - 22:30 Um er að ræða 9 klst. námskeið og er þetta fyrsti hluti af þremur. Seinni tveir hlutarnir verða síðan 13. og 14. febrúar á sama tíma.

Þátttakendur kynnast gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Viðfangsefni:

Hvað er sálrænn stuðningur ?
Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
Sálræn skyndihjálp
Sjálfsrýni - hvað get ég gert ?
Tjáning og hlustun
Stuðningur  við úrvinnslu alvarlegs atviks
Munur á alvarlegum atvikum og glímunni við lífið
Mismunandi tegundir áfalla
Áhrif streitu á einstaklinginn
Sorg og sorgarferlið
Áhrif áfalla á börn
Verklegar æfingar

Kennari: Guðný Bergvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi í skyndihjálp.

Verð: 7.500,-

Skráning á námskeið er í síma 461 2374 eða akureyri@redcross.is