Námskeið í skyndihjálp

Hafstein Jakobsson

23. jan. 2006

Námskeið í skyndihjálp verður haldið dagana 8. 9. 15. og 16. febrúar n.k. Um er að ræða 16 kennslustunda námskeið sem kennt verður í fjórum hlutum áðurnefnda daga.

Fjallað er um grundvallarreglur í skyndihjálp, endurlífgun, meðvitundarleysi, lost, blæðingu, sár, beinbrot, brunasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitnun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp, umbúðir og flutning slasaðra.

Fyrirlestrar, verklegar æfingar í almennri skyndihjálp við slasaða og sjúka, sýning myndbands.  Nemendur fá kennslubók í skyndihjálp til eignar.

Kennari: Jón G. Knutsen, slökviliðs- og sjúkraflutningarmaður og leiðbeinandi í skyndihjálp

Verð: 8.900,-

Tími: kl. 19:30 - 22:30

Skráning á námskeiðið er í síma 461 2374 eða akureyri@redcross.is