Aðalfundur Akureyrardeildar var haldinn 9. mars

10. mar. 2006

Úlfar Hauksson, formaður RKÍ. sagði frá því sem helst er á döfinni hjá landsfélaginu.
Aðalfundur Akureyrardeildar var haldinn 9. mars sl. í húsnæði deildarinnar.  Á fundinum var formaður deildarinnar Sigurður Ólafsson  endurkjörinn til næstu tveggja ára auk þess sem tvær breytingar voru gerðar á stjórn.   Úr stjórn deildarinnar ganga nú Gísli Kr. Lórenzson og Jón Kr. Sólnes eftir að hafa gengt stórnarstörfum fyrir deildina um langt skeið. Gísli fyrst frá árinu 1971 sem  sem varamaður og síðar gjaldkeri og Jón  frá árinu 1988 og þá sem  formaður. Í þeirra stað koma ný inn í stjórn deildarinnar þau Þorsteinn Arnórsson og Þórdís B. Valdimarsdóttir.

Um leið og við bjóðum nýja stjórnamenn velkomna  til starfa þá þökkum við  þeim Gísla og Jóni fyrir þeirra langa og farsæla starf fyrir deildina.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum kynnti Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi, áætlun um viðbrögð við farsóttum og nýjan vegvísi að málefnum innflytjenda og Hafsteinn Jakobsson kynnti vinadeildarsamstarf við Rauða kross deild í Mosambik. Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands sótti fundinn og sagði frá því helsta sem er á döfinni í starfi landsfélagsins.