Markaður með notuð föt

10. mar. 2006

Markaður - sjálfboðaliðar hafa unnið við að flokka fatnaðinn sem nú verður á boðstólnum.
Á morgun laugardag 11. mars verður haldinn markaður með notaðann fatnað ofl. í húsnæði deildarinnar Viðjulundi 2. Þetta er svo kölluð pokasala þar sem hægt er að kaupa fullan haldapoka af fötum fyrir 500 krónur. Markaðurinn verður opinn kl. 10:00 – 14:00
Árlega berst mikið magn af notuðum fatnaði til deildarinnar og hafa sjálfboðaliðar unnið að því að velja úr og flokka. Þarna má finna föt á alla aldurshópa karla og kvenna, ungbarnaföt, skó og margt fleira. Hægt er að gera góð kaup og styðja í leiðinni við starf Rauða krossins. Heitt verður á könnunni og er fólk hvatt til að líta við hjá deildinni.  Markaðurinn opnar sem fyrr segir kl. 10:00.