Markaður tókst vel

15. mar. 2006

Frá markaði hjá Akureyrardeild
Það má með sanni segja að það hafi verið líf í tuskunum sl. laugardag þegar haldinn var markaður með notuð föt í húsnæði Akureyrardeildar, Viðjulundi 2.  Á markaðnum var hægt að kaupa fullan haldapoka fyrir 500 krónur og víst er að margir gerðu góð kaup því vel á annað hundrað pokar seldust. Það voru sjálfboðaliðar deildarinnar sem sáu um undibúning fyrir markaðinn auk þess sem þeir stóðu vaktina á laugardaginn. Fyrstu dagarnir eftir markaðinn fara síðan í frágang, en megnið af fötunum sem eftir eru verða send erlendis. Síðan tekur við hefðbundin vinna hjá þeim við móttöku og flokkun fatnaðar sem berst deildinni. Næsti markaður er fyrirhugaður á vordögum og verður hann auglýstur síðar. Þeir sem hafa áhuga á að slást í hópinn og aðstoða við fataflokkun eða annað sjálfboðastarf hjá deildinn geta haft samband á skrifstofu deildarinnar í síma 461 2374 eða á eftirfarandi netfang: akureyri@redcross.is