Alþjóðastarfið kynnt í Háskólanum á Akureyri

20. mar. 2006

Hafsteinn kynnti vinadeildarsamstarf deildanna á Norðurlandi við Rauða krossinn í Mosambik.
Alþjóðastarf  Rauða kross Íslands var umfjöllunarefni  Gests Hrólfsonar sviðsstjóra hjá RKÍ, í kynningu  fyrir nemendur Háskólanns á Akureyri sl. föstudag. Hann kynnti m.a.  helstu áherslur í starfinu í dag, muninum á neyðar- og þróunaraðstoð, starf sendifulltrúa ofl.   Að loknu erindi Gests kynnti Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar, vinadeildasamstarf Rauða kross deildanna á Norðurlandi við Rauða krossinn í Mosambik.

Þess má til gamans geta að formaður Rauða kross Íslands, Úlfar Hauksson , fylgdist með kynningunni, en Háskólinn er einmitt vinnustaður Úlfars. Hann gerði reyndar gott betur en það því hann hóf kynninguna með því að fara stuttlega yfir sögu og uppbyggingu hreyfingarinnar.

 

 

Hluti nemendanna mun í sumar halda til Nicaragua og Kosta Rica í tengslum við verkefni sem þau vinna að.  Nokkur hafa sótt starfsfræðsu á landsskrifstofu