Heimsóknarþjónustan formlega hafin

29. mar. 2006

Heimsóknarvinir bera saman bækur sínar eftir að verkefnið er formlega komið af stað.
Heimsóknarþjónusta á vegum Akureyrardeildar er nú formlega hafin. Fyrstu sjálfboðaliðarnir byrjuðu heimóknir 15. og 16. mars sl. og síðan hafa þeir einn af öðrum verið að byrja. Ábendingar um svo kallaða gestgjafa þ.e. einstklinga sem vilja þyggja þessar heimsóknir, hafa verið að berast og vonast er til að innan skammst verði allir heimsóknarvinir deildarinnar farnir að heimsækja sína gestgjafa. Nú í upphafi eru það 17 sjálfboðaliðar sem eru skráðir í þetta verkefni en vonandi tekst að fjölga þeim samhliða eftirspurn eftir þjónustunni.

Heimsóknarþjónustan er hugsuð fyrir einstaklinga sem eru einmanna eða af einhverjum ástæðum félagslega einangraðir. Hafir þú ábendingar um slíka einstaklinga eða hafir þú áhga á að sinna sjálboðnu starfi sem heimsóknarvinur þá má hafa samband á skrifstofu deildarinnar í síma 461 2374 eða á akureyri@redcross.is