Menntskælingar í sjálfboðnu starfi

30. mar. 2006

Nemendur MA taka til hendinni við fataflokkun.
Fjórðu bekkingar  í Menntaskólanum á Akureyri hafa undanfarnar vikur lagt Rauða krossinum lið með þátttöku í verkefnum Akureyrardeildar. Þetta er hluti af lífleikni áfanga og sinna nemendurnir ýmsum verkefnum fyrir félagssamtök og stofnanir. Í verkefninu er nemendum ætlað að leggja til  5-7 klukkustund í siramfélagsþjónustu og skila síðan skýrslu um verkefnið. Verkefninu lýkur síðan í byrjun apríl með opinni málstofu þar sem verkefnið verður til kynningar og umfjöllunar. 

Hjá Rauða krossinum hafa nemendur aðstoðað við fataflokkun, kynnt sér rekstur deildarinnar og aðstoðað í Laut athvarfi svo eitthvað sé nefnt. 

Þessu verkefni er stýrt af námsráðgjöfum Menntaskólans þeim Herdísi Zophaníasdóttur og Ölmu Oddgeirsdóttur sem jafnframt sjá um lífleikni kennslu í skólanum.