Börn og umhverfi - Námskeið að byrja

9. maí 2006

Nú er skráning hafin á námskeiðið
Skráning er hafin á námskeiðið " Börn og umhverfi" áður Barnfóstrunámskeið.  Námskeiðið er ætlað fyrir 12 ára og eldri ( ´94 )  og á því er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp.

 

Haldin verða tvö námskeið ( ef næg þátttaka fæst ), það fyrra 6. 7. 13. og 14. júní og hið síðara 8. 9. 12. og 15. júní.  Kennt verður í húsnæði deildarinnar Viðjulundi 2 kl. 17 - 20 alla dagana.

 

Verð námskeiðsins er kr. 5.500,-

Upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 eða á akureyri@redcross.is