Söfnuðu með þvi að spila fyrir fólk.

12. maí 2006

Félagarnir Ingi Þór og Magnús söfnuðu 14.186 krónum fyrir Rauða krossinn.
Vinirnir Ingi þór og Magnús söfnuðu heilum 14.186 krónum fyrir Rauða krossinn. Það sem kannski er skemmtilegasts við þetta er að þeir fóru hús úr húsi með trommu og munnhörpu og léku frumsamin lög fyrir fólk. Þetta gerðu þeir í nokkra daga og fóru m.a. klæddir í fína búninga í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og héldu tónleika.  Þeir hafa nú afhent peningana með ósk um að þeir verði notaðir til hjálpar bágstöddum börnum í útlöndum. Rauði krossinn færir þeim félögum bestu þakkir fyrir stuðninginn og þetta skemmtilega uppátæki.