Búin að sauma teppi í sextán ár

24. maí 2006

Ingunn Björnsdóttir hjá fingurbjörgunum sínum.

Það er ekki hægt að segja að hún sitji auðum höndum hún Ingunn Björnsdóttir sem er ein þeirra sem leggja Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu “ föt sem framlag “.  Ingunn er búin að vera að í sextán ár og það er næsta víst að þau eru mörg börnin úti í heimi sem hafa notið hlýjunar af teppunum hennar. 
Verkefnið “ föt sem framlag” er handavinnuverkefni sem fellst í því að útbúnir eru svo kallaðir ungbarnapakkar. Hver pakki inniheldur  nærbuxur, skyrtur (2), peysu, teppi, handklæði og bleijur(2).  Hægt er að gera pakkann í heild eða að hluta til allt eftir því hvað hver og einn vill. Uppskriftir og snið af innihaldi pakkans er hægt að fá hjá Rauða krossinum sem og frekari upplýsingar um verkefnið.