Markaður 9. og 10. júní

31. maí 2006

Markaður verður haldinn í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, föstudaginn 9. júni kl. 14 – 18 og laugardaginn 10. júni kl. 10 – 16. Til sölu verður notaður fatnaður og skór, fullur haldapoki fyrir kr. 500,- Einnig verður  til sölu ýmis nytjavara eins og leirtau, leikföng og nokkur ágæt sófasett. Einnig verða til sölu sjúkratöskur ( púðar ) í bíla ( tvær stærðir ).

Rétt er að minna á að til fjáröflunar fyrir götubarnaverkefni í Mosambik eru til sölu hjá deildinni batikmyndir, en sjá má sýnishorn af þeim hér til hliðar á síðunni.