Líf og fjör á markaði

10. jún. 2006

Það var líf og fjör á markaði enda veður hið besta og margt fólk á ferðinni.
Það var líf og fjör um helgina hjá Akureyrardeild en  þá var haldinn markaður með notaðann fatnað og ýmsan nytjavarning. Fjöldi fólks leit við og víst er að margir gerðu góð kaup.  Veður var með eindæmum hagstætt og þótti því tilvalið að nota plássið utandyra. Þar var m.a.  til sölu  nokkur sófasett, rúm, stólar, hillur og ýmislegt smálegt, en auk þess fatnaður og skór í tonnavís.
Nú hafa markaðir verið haldinir nokkuð reglulega í 3 – 4 ár hjá deildinni og hafa sjálfboðaliðar flokkað fatnaðinn og undirbúið fyrir markað. Þeir standa auk þess vaktina, sem um þessa helgi var bæði föstudag og laugardag.  Sendum við þeim bestu þakkir fyrir, sem og öllum þeim sem nýttu sér markaðinn og studdu þar með við gott málefni.