Heimsókn frá Mósambík

17. jún. 2006

Rafael og Maria ásamt Sigurði Ólafsyni formanni Akureyrardeildar.
Fimmtudagskvöldið 15. júní lentu hér á Akureyrarflugvelli tveir sjálfboðaliðar frá Rauða kross deildinni í Maputo í Mosambik. Þetta eru þau Rafael Joao Muando og Maria Amaral Tinga. Þau eru hér í boði Rauða kross deilda á Norðurlandi og munu kynna sér starf Rauða kross Íslands og deildanna hér.

Þeirra heimsókn hófst hjá Akureyrardeild þar sem þau heimsóttu m.a. starfsfólk og gesti Lautar og gróðursettu  tvö tré í Kjarnaskógi og fengu að kynnast starfsemi deildarinnar. Þeim degi lauk með kvöldverði í húsnæði deildarinnar þar sem þau hittu sjálfboðaliða úr ýmsum verkefnum.

Gestirnir munu síðan halda Þau munu síðan halda vestur á bóginn til Skagafjarðardeildar og í móttöku á Blönduósi.til Húsavíkur þar sem þau verða í umsjá Húsavíkurdeildar en daginn eftir verða náttúruperlur Þingeyjarsýslu skoðaðar og meðal annar komið við í Jarðböðunum við Mývatn. Að lokum verður haldið til Reykjavíkur þar sem þau dvelja þar til þau halda aftur heim á leið til Mosambik.

Þessi heimsókn er partur af svo kölluðu vinadeildarsamstarfi deildanna hér á Norðurlandi við Rauða kross deildina í Maputo í Mosambik. En finna má kynnigu á vinadeildarsamstarfinu hér til hliðar á síðunni.