Vinnuskólakrakkar fá Rauða kross fræðslu

21. júl. 2006

Hópur vinnuskólakrakka í hópavinnu undir stjórn Guðnýjar.
Undanfarna viku hafa 14 ára unglingar í vinnuskólanum á Akureyri sótt námskeið hjá Rauða krossinum.  Námskeiðið sem nefnist Viðhorf og virðing fjallar um fjölbreytileika mannlífsins, fordóma okkar og viðhorf til hinna ýmsu hluta. Þátttakendurnir um 150 talsins hafa einnig fengið fræðslu um starfsemi Rauða krossins.
Fjörugar umræður hafa skapast og leiðbeinendur hafa fengið fjölmargar   spurningar um Rauða krosinn og eins hafa fjörugar umræður átt sér stað í tengslum við viðhorf manna til hinna ýmsu þátta og eins hvað séu fordómar og hvað ekki. Það hefur verið glatt á hjalla og þátttakendur sökkt sér niður í viðfangsefnið.
Leiðbeinendur voru Hafsteinn Jakobsson og Guðný H. Björnsdóttir.