Sumarið er tíminn

7. ágú. 2012

Flest verkefni sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum eru unnin jafnt og þétt árið um kring þó svo að eitthvað kunni að hægja á yfir há sumarið. Enda er það ekki síður mikilvægt að sjáflboðaliðar fái sitt frí til að endurnærast.

Um nokkur verkefni  má þó segja að sumarið sé tíminn. Sem dæmi eru það störf tombólubarna sem gjarnan sjást á góðviðrisdögum fyrir utan verslanir eða aðra fjölfarna staði. Flest halda þau hefðbundnar tombólur eða safnanir en mörg fara einnig óhefðbundnar leiðir. 

Með þessu framtaki styðja íslensk börn, börn sem eiga um sárt að binda í útlöndum. Á síðasta ári söfnuðu um 700 börn rúmlega einni milljón króna og fór það fé til að styrkja börn á Haítí.

Á heimasíðu Rauða krossins má sjá myndir af flestum þeim tombólubörnum sem styrkt hafa starfið með þessum hætti undanfarin ár.