Nemendur í saumavali afhenda fatnað

8. jún. 2013

Nemendur Síðuskóla sem verið hafa í áfanga sem kallast saumaval afhentu  á dögunum fatnað sem þau hafa saumað og prjónað í vetur. Þar voru buxur, treyjur, teppi  sokkar og húfur sem nýtt verða í ungbarnapakka sem Rauði krossinn sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands. Nemendurnir fá í upphafi kynningu á verkefninu „Föt sem framlag„ og nýta sér það við að þjálfa upp færni í saumaskap og prjóni. Þau fá einnig að velja sér efni og flíkur til að nota í verkefnið og í áfanganum. Þannig má segja að allir aðilar njóti góðs af  samstarfi.