Áfallahjálp vegna flugslyss

8. ágú. 2013

Sjálfboðaliðar úr áfallateymi Rauða krossins á Norðurlandi tóku þátt í helgistund í Glerárkirkju í gærkvöldi þar sem mannanna tveggja sem fórust í flugslysinu á mánudag var minnst. Margir viðstaddir nýttu sér viðveru sjálfboðaliðanna til að ræða um líðan sína.

Rauði krossinn mun halda áfram að veita sálrænan stuðning meðan beiðnir um slíkt berast. Hægt er að hafa samband í síma 461 2374 eða koma við í húsnæði Rauða krossins að Viðjulundi 2 á Akureyri. Einnig er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, sem er opinn allan sólarhringinn.
 

Helgistund í Glerárkirkju.