Söfnuðu fyrir bágstödd börn í Sýrlandi

10. feb. 2014

Nemendur 6. bekkjar í 14. stofu Borgarhólsskóla á Húsvík söfnuðu nýjum fötum hjá fjölskyldum sínum og vinum til að gefa bágstöddum börnum í Sýrlandi og afhentu Halldóri Valdimarssyni formanni Rauða krossins í Þingeyjarsýslu.

Krakkarnir unnu stórt verkefni um Sýrland með kennara sínum Guðrúnu Kristinsdóttur.

6. Bekkur 14. stofu Borgarhólsskóla með kennara sínum Guðrúnu og Halldóri Valdimarssyni frá Rauða krossinum.