Skyndihjálparhópurinn æfir sig

17. feb. 2014

Skyndihjálparhópur Rauða kross deilda á Norðurlandi fór um síðustu helgi í sína árlegu æfingaferð.  Hópurinn hefur frá upphafi komið saman á Narfastöðum í Reykjadal  einu sinni á ári og eru  þá rifjuð upp réttu handtökin, farið yfir búnað og settar upp æfingar af ýmsu tagi.  Á næstu vikum munu síðan nýjust meðlimir hópsins taka þátt í  „First-Respnder“ námskeiði á vegum Sjúkraflutningsskólans en flestir innan hópsins hafa þegar lokið slíku námskeiði.  
Hópnum er annars ætlað það hlutverk að vera til taks ef um stóra og alvarlega atburði er að ræða og er því mikilvægt að allir séu sem best undirbúnir.   Fyrir áhugasama þá er er þetta góð leið til að afla sér og viðhalda þekkingu í skyndihjálp en verkefnið er opið öllum.  Viðkomandi geta kynnt sér það frekar með því að setja sig í samband við Rauða krossinn í sinni heimabyggð eða með því að hafa samband á skrifstofu Rauða krossins við Eyjafjörð.