• Skeidar

Umbúðir til gagns

9. apr. 2014

Það er með ýmsum hætti hægt að láta gott af sér leiða og stundum hægt að slá tvær flugur í einu höggi.  Þannig tóku nokkrir starfsmenn á skrifstofu Akureyrarbæjar sig til og söfnuðu tómum kaffipakka umbúðum og  endurnýttu og unnu með skemtilegum hætti .  Útbjuggu meða annars þessi forláta veski sem sjá má á meðfylgjandi mynd.  Til að bæta um betur þá  seldu starfsmennirnir  hverjum öðrum og sínum nánustu þessar fínu vörur.  Afraksturinn 31 þúsund krónur  fékk síðan Rauði krossinn sem styrk til góðra verka.  Skemmtilegt framtak og til fyrirmyndar á allan hátt.  Takk fyrir.